Skrifstofa BHM

Borgartúni 6, 3. hæð

Á skrifstofu BHM starfa 18 starfsmenn og veita yfir 11.000 félagsmönnum aðildarfélaga BHM og 28 stjórnum aðildarfélaga ýmsa þjónustu, s.s. tengda sjóðum, fræðslu og almennri upplýsingagjöf. 

Meðal starfsmanna BHM eru einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Margir búa að langri og víðtækri starfsreynslu á sínu sviði meðan aðrir eru að hefja sinn starfsferil.

Aðildarfélög BHM sinna alfarið fyrirspurnum og þjónustu við félagsmenn sína er varða kaup og kjör, kjarasamninga og réttindi og skyldur félagsmanna. 

Opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga.  Sjá staðsetningu á korti.

Í Borgartúni 6 eru einnig staðsettir allir sjóðir bandalagsins og skrifstofur nokkurra aðildarfélaga bandalagsins.