Aðalfundur BHM 2008

Í 1. mgr. 3. gr. laga BHM kemur fram að aðalfund skuli boða bréflega til aðildarfélaga með minnst hálfsmánaðar fyrirvara og geta dagskrár, sem er meðfylgjandi.

Stjórn og starfsfólk BHM vinnur nú að undirbúningi fundarins og að vanda er að mörgu að hyggja. Meðal þess sem liggur á að fá upplýsingar um er fjöldi fulltrúa og hvaðan þeir koma því gera þarf ráð fyrir gistingu fyrir þá sem koma utan af landi. Hjálagt er listi yfir hversu marga aðalfundarfulltrúa hvert félag getur tilnefnt og er listinn byggður á fjölda félagsmanna viðkomandi aðildarfélags. Ef félögin hafa einhverjar athugasemdir varðandi fjölda fulltrúa þá vinsamlegast komið þeim á framfæri við Jónu Jónsdóttur (netfang jona@bhm.is), móttökufulltrúa.

Fundur verður settur fimmtudaginn 3. apríl kl. 13.00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6.