Efnahagsumhverfið

BHM fylgist grannt með efnahagsumhverfinu

BHM er virkur þátttakandi í ýmsum nefndum og ráðum sem varða efnahags- og vinnumarkaðsmál hérlendis og tekur þátt í norrænu samstarfi heildarsamtaka háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Einning tekur bandalagið þátt í samstarfi aðila vinnumarkaðar hér á landi sem m.a. felur í sér greiningu á efnahagsumhverfinu og launaþróun. Þá framkvæmir BHM reglulega umfangsmikla könnun um kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra.