Skýrslur og greiningar

Skýrslur unnar á vegum Salek

Á vegum Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (Salek) hafa á undanförnum misserum verið unnar nokkrar skýrslur um launaþróun, efnahagsforsendur kjarasamninga o.fl. 

Skýrsla aðgerðahóps um launajafnrétti

Aðgerðahópur um launajafnrétti, sem BHM á sæti í, skilaði félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu í janúar 2014 um framvindu einstakra verkefna sem snúa að bættum launarannsóknum, innleiðingu jafnlaunastaðals og leiðum til að draga úr kynskiptingu starfa á vinnumarkaði.

Skýrsla verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilaði af sér skýrslu í maí 2014 en hún byggði meðal annars á tillögum samvinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála sem BHM átti aðild að.

  • Skýrsla verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála (maí 2014)