Fréttir: 2016 (Síða 2)

12.4.2016 : Maríanna kjörin nýr formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga

Maríanna H. Helgadóttir var kjörin nýr formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á aðalfundi félagsins sem haldinn var 8. apríl sl.  Hún tekur við af Páli Halldórssyni sem dregur sig í hlé eftir áratugastarf í þágu félagsins.

Lesa meira

8.4.2016 : Námskeið um núvitund á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 12. apríl nk. standa BHM og Fræðslumiðstöð Vestfjarða að námskeiði um núvitund. Kennt verður á Ísafirði en með hjálp fjarfundabúnaðar gefst félagsmönnum á Hólmavík og Patreksfirði einnig kostur á að taka þátt í námskeiðinu.

Lesa meira

8.4.2016 : KVH semur við sveitarfélögin

Samninganefndir Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga (KVH) og Sambands Íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað nýjan kjarasamning.

Lesa meira

6.4.2016 : Samningar BHM-félaga við sveitarfélögin samþykktir

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga nokkurra aðildarfélaga BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk 5. apríl. 

Lesa meira

5.4.2016 : BHM og LÍS semja um samstarf

Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa gert með sér samstarfssamning sem m.a. hefur að markmiði að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði. 

Lesa meira

5.4.2016 : Endurreisn fæðingarorlofsins

Grein Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, í Fréttablaðinu 5. apríl 2016

Lesa meira

4.4.2016 : Nýr verkefnastjóri fag- og kynningarmála hjá BHM

Óli Jón Jónsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri fag- og kynningarmála hjá BHM.

Lesa meira

31.3.2016 : Almennar launahækkanir og kerfisbreytingar

Í dymbilviku undirrituðu tíu aðildarfélög BHM kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningar tókust að lokinni strangri tíu daga lotu en félögin höfðu verið samningslaus í meira en hálft ár. Lesa meira

21.3.2016 : Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga

Nú undir morgun undirrituðu samninganefndir 9 aðildarfélaga BHM (Dýrlæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands) og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila.

Lesa meira

21.3.2016 : ERU FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Á ÍSLANDI AÐ MISNOTA STÖÐU LAGANEMA?

Lögrétta félag laganema við Háskólann í Reykjavík og BHM standa ásamt fleirum að fundi um starfsnám háskólanema nk. þriðjudag, 22. mars, kl. 17 – 18 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V102.

Lesa meira

9.3.2016 : Grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu verði ekki gerðar breytingar á launakerfi háskólamanna

Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en hafa kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarélaga dregist úr hömlu. Þungur tónn er í fólki, sem íhugar aðgerðir. Ofan á þetta bætist að sífellt erfiðara verður að fá háskólamenntaða sérfræðinga til starfa í sveitarfélögunum. Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.

Lesa meira

8.3.2016 : Bæklingur um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Nú er kominn út bæklingur þar sem farið er yfir ýmis atriði tengt kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.


Lesa meira

7.3.2016 : Örugg í vinnunni ? Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

8. mars 2016 kl. 11.45 – 13.00.

Hádegisverðarfundur á Grand Hóteli Reykjavík

BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars 2016 þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

25.2.2016 : Félagsmenn verið samningslausir í hálft ár

Samningaviðræður við sveitarfélögin hafa staðið yfir frá því í haust og hefur hvorki gengið né rekið. Aðildarfélög BHM sem eiga í viðræðunum hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.

Lesa meira

24.2.2016 : Áhugaverð ráðstefna BHM - Myglusveppur: ógn við heilsu starfsfólks

BHM hefur orðið vart við mikla aukningu mála er lúta að veikindum starfsmanna vegna myglusveppa á vinnustöðum. Markmiðið með þessari ráðstefnu er að opna umræðuna ennfrekar um þessi mál. Á ráðstefnunni munu fulltrúar frá BHM, Vinnueftirlitinu og Eflu flytja erindi. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangseyrir kr.2.500. Skráning á bhm.is

Lesa meira

18.2.2016 : Mikil umfjöllun um BHM í fjölmiðlum árið 2015

BHM var með 16% af allri umfjöllun um atvinnugreinina og í 27. sæti  yfir lögaðila í fjölda frétta/greina skv. skýrslu Fjölmiðlavaktarinnar.

Lesa meira

15.2.2016 : Vinningshafi í Framadagaleik BHM

Báðum nemendur um innlegg í nýja atvinnustefnu BHM, hvað þurfi til að þeir ákveði að búa og starfa á Íslandi í framtíðinni. Dreginn var út einn þátttakandi og var það hún Edit Ómarsdóttir nemandi Í HR sem fékk iPad Air 2 í verðlaun.

Lesa meira

12.2.2016 : BHM gerir athugasemd við ólaunaða stöðu hjá WOW air

Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Kemur fram að starfsnámið sé 160 klst og að starfið sé ólaunað.

Lesa meira

2.2.2016 : Skrifstofa BHM verður lokuð 3. febrúar frá kl.9:30 – 13:00 vegna Stefnumótunarþings BHM

Stefnumótunarþing er vettvangur samráðs og stefnumótunar aðildarfélaga bandalagins. Niðurstöður þingsins skulu afgreiddar sem ályktanir og tillögur til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi BHM.

Lesa meira
Síða 2 af 2

Fréttir