Aðildarfélög BHM ræddu sameiginlegar kröfur á kjararáðstefnu

Ráðstefnan liður í undirbúningi fyrir komandi kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög

15.1.2019

 • kjara1
 • kjara12
 • kjara5
 • kjara2
 • kjara8
 • kjara6
 • kjara9
 • kjara7
 • kjara4
 • kjar3
 • kjara11

Á annað hundrað manns sóttu í morgun kjararáðstefnu BHM á Grand Hótel þar sem fjallað var um undirbúning kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög sem nú standa fyrir dyrum. Í upphafi ráðstefnunnar fluttu fulltrúar viðsemjenda (fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins) stutt ávörp en viku að því loknu úr salnum, enda var ráðstefnan eingöngu ætluð fulltrúum aðildarfélaga og stjórn og starfsfólki BHM. Kynntar voru niðurstöður funda sem félögin hafa átt að undanförnu til að móta sameiginlegar kröfur og áherslur í komandi viðræðum. Að þeirri kynningu lokinni fóru fram almennar umræður um niðurstöðurnar. Vinnu við mótun sameiginlegra krafna og áherslna er ekki lokið og verður henni fram haldið á næstunni, en samningar félaganna losna flestir í lok mars. 

Á ráðstefnunni var einnig farið yfir áherslur BHM í kynningarmálum vegna komandi viðræðna og þjónustu sem bandalagið mun veita aðildarfélögunum í tengslum við þær. Að lokum fór formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, yfir stöðuna og næstu skref í undirbúningi fyrir kjaraviðræðurnar.