60 ára afmælisfagnaður BHM í Borgarleikhúsinu

Örfá sæti laus fyrir félagsmenn aðildarfélaga

17.10.2018

  • stora-svidid1

Næstkomandi þriðjudag, 23. október, verða 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Þennan dag verður haldinn afmælisfagnaður í Borgarleikhúsinu þar sem brugðið verður ljósi á baráttu BHM í sex áratugi. Það verður gert með söng- og leikdagskrá sem sérstaklega hefur verið sett saman af þessu tilefni. Höfundur og leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og hefur hann fengið til liðs við sig hóp leikara, tónlistarmanna og skemmtikrafta sem munu láta ljós sitt skína. Dagskráin hefst kl. 17:00 og stendur í um klukkustund en á eftir verður móttaka fyrir gesti í anddyri leikhússins.

Enn eru örfá sæti laus fyrir félagsmenn aðildarfélaga.Smelltu hér ef þú vilt tryggja þér sæti. Fyrst koma, fyrst fá!

Söng- og leikdagskrá 

Höfundur/leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson
Leikarar/söngvarar: Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Björgvin Frans Gíslason, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jónas Sig
Uppistandari: Ari Eldjárn
Tónlistarstjóri: Guðmundur Óskar Guðmundsson
Hljóðfæraleikarar: Aron Steinn Ásbjarnarson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Örn Eldjárn, Guðmundur Óskar Guðmundsson.
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Myndhönnun: Ingi Bekk
Framkvæmdastjórn: Sólveig Guðmundsdóttir