Almennar launahækkanir og kerfisbreytingar

31.3.2016

Í dymbilviku undirrituðu tíu aðildarfélög BHM kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningar tókust að lokinni strangri tíu daga lotu en félögin höfðu verið samningslaus í meira en hálft ár. Aðildarfélögin halda í þessari viku kynningarfundi um efni samningsins fyrir félagsmenn sína en atkvæðagreiðslu lýkur 5. apríl nk. Launahækkanir í samningnum eru til samræmis við almennar launahækkanir í landinu. Einnig var samið um kerfisbreytingar sem fela í sér aukinn hlut dagvinnulauna í heildarlaunum og aðild sveitarfélaganna að Starfsþróunarsetri háskólamanna.

Samningstíminn er frá 1.9.2015 til 31.3.2019.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hvers félags, sjá http://www.bhm.is/um-bhm/adildarfelog/


Fréttir