Upplýsingar um fundi ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins

23.8.2018

  • stjornarradid

Forsætisráðuneytið hefur birt á vef sínum upplýsingar um fundi sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa að undanförnu átt með aðilum vinnumarkaðarins um ýmis málefni er tengjast vinnumarkaðinum og umgjörð hans. Samtals hefur verið fundað 10 sinnum frá því um miðjan desember á síðasta ári. Á þessum fundum hefur m.a. verið rætt um stöðu efnahagsmála og hagstjórn, velferðarmál, atvinnuleysistryggingar, endurskoðun tekjuskattskerfisins, húsnæðismál, launatölfræði o.fl. Á vef forsætisráðuneytisins eru m.a. birtar upplýsingar um dagskrá fundanna sem og ýmis gögn sem þar hafa verið til umfjöllunar. Þess má geta að á einum þessara funda var sérstaklega fjallað um framkvæmd yfirlýsingar sem þrír ráðherrar gáfu út í tengslum við kjarasamninga 17 aðildarfélaga BHM við ríkið fyrr á þessu ári. Sjá hér .

Fundina hafa setið fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá hefur ríkissáttasemjari sótt fundina auk þess sem félags- og jafnréttismálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra setið fundi.

Formaður og varaformaður BHM hafa setið fundina fyrir hönd bandalagsins. 

Nánari upplýsingar má nálgast á vef forsætisráðuneytisins .