BHM leitar að ráðgjafa til starfa í þjónustuveri

7.1.2021

 • bhm_myndir_fyrir_heimasidu-4

Bandalag háskólamanna (BHM) óskar eftir að ráða ráðgjafa til starfa í þjónustuveri BHM. Um er að ræða fjölbreytt starf sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund við úrlausn mála. Starfið er tímabundið til átta mánaða með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

 • Þjónusta og upplýsingagjöf til félagsmanna
 • Móttaka og meðhöndlun gagna
 • Undirbúningur og seta stjórnarfunda Orlofssjóðs BHM og annarra tengdra sjóða
 • Úrvinnsla erinda
 • Úrvinnsla umsókna
 • Umsjón og eftirlit með rafrænu umsóknarferli
 • Símsvörun
 • Annað tilfallandi

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi þjónustulund
 • Lausnamiðuð hugsun
 • Góð samskiptahæfni, samkennd, þolinmæði og tillitssemi
 • Sveigjanleiki
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Geta til að forgangsraða verkefnum, skipuleggja og stýra tíma sínum
 • Geta til að nota starfstengd kerfi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Starfskjör fara eftir kjarasamningi aðildarfélaga BHM við SA.
Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2021.

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið starf@bhm.is.
Nánari upplýsingar veitir Gissur Kolbeinsson, gissur@bhm.is.   


Fréttir