BHM leitar að skipulögðum einstaklingi með ríka þjónustulund til starfa í þjónustuveri

25.3.2019

BHM auglýsir eftir umsóknum um starf ráðgjafa í þjónustuveri bandalagsins að Borgartúni 6 í Reykjavík. Starfið felst m.a. í því að veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, fara yfir og vinna úr umsóknargögnum og hafa umsjón og eftirlit með rafrænu umsóknarferli. Ráðgjafanum er einnig ætlað að vera sérfræðingur í málefnum Starfsþróunarseturs háskólamanna (STH). Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Starfssvið

 • Þjónusta og upplýsingagöf til félagsmanna.
 • Móttaka og meðhöndlun gagna.
 • Úrvinnsla umsókna.
 • Umsjón og eftirlit með rafrænu umsóknarferli.
 • Gagnaöflun fyrir stjórnir STH og sjóðanna.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 • Frumkvæði og skipulagshæfni.
 • Gott vald á íslensku máli.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Reynsla af störfum félagasamtaka er kostur.
 • Góð starfsreynsla af alhliða skrifstofustörfum.

BHM er heildarsamtök 26 aðildarfélaga háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði og hefur m.a. það hlutverk að styðja við starf aðildarfélaganna og gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum. Félagsmenn aðildarfélaga eru nú um 14.000, þar eru af um 65% konur. Hjá BHM og tengdum sjóðum starfa samtals 22 manns.

BHM rekur eftirtalda sjóði og setur samkvæmt þjónustusamningum við stjórnir sjóðanna/setursins:

 • Orlofssjóð BHM
 • Sjúkrasjóð BHM
 • Styrktarsjóð BHM
 • Starfsmenntunarsjóð BHM
 • Starfsþróunarsetur háskólamanna

Tilgangur Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna aðildarfélaga BHM sem aðild eiga að setrinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Setrinu er ætlað að hvetja stofnanir til að styðja starfsmenn til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, bæta við og/eða endurnýja menntun sína og veita þeim tækifæri til að þróa faglega hæfni og viðhalda þannig verðgildi sínu á vinnumarkaði.

BHM er vinnustaður þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi við ráðningar.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019

Sótt er um starfið á vef Capacent