Búið að ráða niðurlögum elds í Brekkuskógi

30.9.2019

Eldur varð laus í orlofshúsi Orlofssjóðs BHM í Brekkuskógi um hádegið í dag. Slökkvilið frá Brunavörnum Árnessýslu var kallað á staðinn og náði að slökkva eldinn skömmu síðar. Sem betur fer var húsið mannlaust og engin slys urðu á fólki en lítils háttar skemmdir urðu á gróðri í næsta nágrenni hússins. Ekki barst eldur í önnur orlofshús á svæðinu.

Upptök eldsins eru ókunn en lögregla vinnur að rannsókn á þeim. Ljóst er að tjón Orlofssjóðs er verulegt og verður unnið að því að meta það á næstu dögum.

Um er að ræða hús nr. 28. Sjóðfélögum sem kunna að hafa bókað þetta hús til dvalar á næstunni er vinsamlegast bent á að hafa samband við þjónustuver BHM í síma 595 5100 eða með tölvupósti á sjodir@bhm.is.