Fjölsóttur fyrirlestur og vinnustofa um nýjar kröfur til stjórnenda

28.1.2019

Uppselt var á fyrirlesturinn ,,Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda“ og vinnustofu sem BHM, Starfsþróunarsetur háskólamanna og Kjara- og mannauðssýsla ríkisins stóðu fyrir þann 25. janúar sl.  Thomas Geuken, framtíðarfræðingur hjá  Copenhagen Institute for Future Studies,  flutti erindi um strauma og drifkrafta sem móta munu vinnustaði í opinbera geiranum á komandi árum. Einning fjallaði hann um hvernig slíkir vinnustaðir geti aðlagast breyttu umhverfi, nýrri tækni, nýjum viðhorfum og nýrri kynslóð starfsmanna. Í kjölfarið stýrði Geuken vinnustofu þar sem þátttakendur ræddu um hvað stjórnendur geti gert til að undirbúa og laga vinnustaði í opinbera geiranum að kröfum og þörfum framtíðarinnar.

Hér má nálgast glærur frá fyrirlestrinum.

20190125_093256

Thomas Geuken er þekktur fyrirlesari og höfundur rita á sviði framtíðarfræða. Hann hefur veitt mörgum stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf um framtíðarstefnumótun, s.s. IKEA, Volvo, Deloitte, Novozymes og Google. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi ríkisstjórna á þessu sviði. Geuken er Associated Partner hjá Copenhagen Institute of Future Studies sem stofnað var árið 1969 og er ein fremsta rannsóknastofnun heims á sviði framtíðarfræða.

Þess má geta að upptaka af fyrirlestri Thomasar Geuken verður gerð aðgengileg hér á vefnum innan skamms.