Framkvæmdir á þriðju hæð í Borgartúni 6

3.11.2017

  • DSCN2277

Iðnaðarmenn eru nú í óða önn að brjóta niður veggi í húsakynnum BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík. Nánar tiltekið er verið að stækka miðrými á þriðju hæð hússins til að skapa góða aðstöðu fyrir væntanlegt þjónustuver BHM sem bráðlega mun taka þar til starfa. Töluvert rask fylgir þessum  framkvæmdum en starfsmenn BHM og þeirra aðildarfélaga sem hafa aðsetur á hæðinni láta það ekki á sig fá enda ýmsu vanir. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að framkvæmdirnar valdi sem minnstri truflun á starfseminni og þjónustu við félagsmenn.

Ekki er fyllilega ljóst hvenær framkvæmdum lýkur eða hvenær þjónustuver BHM mun hefja starfsemi.