• 1505641_363756620430970_1963240780_n

Sameiginlegur kjarafundur BHM

Ræða formanns og upptaka af fundinum.

Sameiginlegur kjarafundur BHM félaganna var haldinn í Háskólabíói 6. febrúar 2014. Til viðbótar við þá 900 sem voru í salnum fylgdist fjöldi félagsmanna með fundinum í gegnum netið.

Á fundinum fór formaður BHM Guðlaug Kristjánsdóttir yfir stöðu kjaramála og framgang viðræðna við viðsemjendur, ríki, borg og sveitarfélög.

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun með dynjandi lófataki:

„Sameiginlegur kjarafundur BHM haldinn í Háskólabíói þann 6. febrúar 2014 lýsir fullum stuðningi við áherslur samninganefnda BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fundurinn hvetur viðsemjendur til þess að virða og meta menntun og leiðrétta þá rýrnun sem orðið hefur á kjörum háskólamenntaðra undanfarin ár. Fundurinn beinir því til stjórnvalda að setja þekkingu í forgang á íslenskum vinnumarkaði, leiðrétta laun félagsmanna BHM og þannig stuðla að hagsæld til framtíðar.“

 

Ræða Guðlaugar Kristjánsdóttur formanns BHM ásamt glærukynningu:

Upptaka af fundinum: