Chat with us, powered by LiveChat

Hertar samkomutakmarkanir

Tíu manna samkomutakmörkun tekur gildi á miðnætti

14.1.2022

  • COVID_-9

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að samkomutakmarkanir innanlands verði hertar á miðnætti. Aðgerðirn­ar taka mið af einni til­lögu af alls þrem­ur sem sótt­varnarlæknir lagði til við ráðherra. Takmarkanir gilda til 2. febrúar.

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman frá og með miðnætti er 10 manns.  Spila­söl­um og skemmtistöðum verður lokað og fjöl­menn­ir viðburðir þar sem nei­kvæðum hraðpróf­um er fram­vísað verða ekki heim­ilaðir. 

Í gildi er neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Hlutverk BHM í slíku ástandi er að meðal annars að  gæta réttinda launafólks vegna sérstakra aðstæðna í heimsfaraldri. Þá hefur BHM virkjað viðbragðsáætlanir sínar um órofinn rekstur á hæsta stigi en forgangsverkefni skrifstofu bandalagsins í faraldri er m.a greiðsla sjúkradagpeninga til sjóðfélaga, stuðningur og ráðgjöf til aðildarfélaga BHM vegna aðstæðna sem upp kunna að koma vegna faraldursins, málefni félagsmanna aðildarfélaga sem til skrifstofunnar leita o.fl.

Afgreiðsla þjónustuvers BHM verður lokuð áfram en boðið er upp á þjónustu
með netspjalli, tölvupósti og síma. 

Hér má lesa nánar um gildandi samkomutakmarkanir. 


 


Fréttir