Hver er þín stafræna hæfni?

Starfsþróunarsetur háskólamanna bendir félagsmönnum á sjálfsmatspróf

28.9.2020

  • Haefnihjolid
    Haefnihjolid

Mikil umbylting hefur átt sér stað í notkun stafrænnar tækni á vinnumarkaði undanfarin ár. Það kom berlega í ljós þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið hér á landi, en þá þurftu margir að læra að nota stafrænar tæknilausnir í stuttum tíma. Það er augljóst að svokölluð stafræn hæfni skiptir sífellt meira máli en með því er átt við þá hæfni að geta nýtt sér þá tækni sem er til staðar hverju sinni í námi, starfi og einkalífi.

Evrópuþingið hefur gefið út að stafræn hæfni sé ein af átta kjarnahæfnisviðmiðum símenntunar og í kjölfarið var evrópska rannsóknarverkefnið DIGCOMP sett á fót. Teymið fékk Miðstöð um stafræna menntun (Center for digital dannelse) til þess að búa til sjálfsmatspróf sem nefnist Stafræna hæfnihjólið. VR tók að sér að þýða og staðfæra hæfnihjólið fyrir íslenskan vinnumarkað og vill Starfsþróunarsetur háskólamanna hvetja félagsmenn aðildarfélaga BHM til þess að nýta sér þetta. Hér á síðu VR er sjálfsmatsprófið, en niðurstöðurnar fá félagsmenn senda í tölvupósti.

Frítt námskeið til að styrkja stafræna hæfni hefst 30. september

Starfsþróunarsetur bendir jafnframt á námsefni sem Starfsmennt hefur unnið með 16 námsþáttum sem styðja við hæfniþætti Stafræna hæfnihjólsins. Markmiðið með námsefninu er að styrkja mannauð og auka atvinnu- og samkeppnishæfni hvers og eins. Eru námskeiðin opin öllum endurgjaldslaust en nauðsynlegt er að skrá sig á þessum hlekk.


Fréttir