Hvert fara viðbótargreiðslurnar?

14.10.2021

BHM hefur óskað eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg veiti bandalaginu upplýsingar um kynjaskiptingu viðbótargreiðslna til starfsfólks. Greiðslurnar geta verið vegna yfirvinnu, álags, bifreiðastyrkir eða aðrar greiðslur og fríðindi sem koma til viðbótar grunnlaunum. 

Tilgangurinn með því að safna þessum upplýsingum  er að greina og meta betur hvernig hægt sé að sporna gegn kynbundum launamun. Til að hægt sé að leggja mat á launamuninn þurfa gögnin að sýna heildarfjárhæðir og fjölda starfsfólks sem fær slíkar greiðslur eftir kyni. 

Tilefnið er niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Í skýrslunni er minnt á að í jafnréttisákvæði jafnréttislaga séu hugtökin laun og kjör skýrð rúmt. Þau taki til hvers kyns þóknunar, hvort heldur í fé eða fríðindum sem starfsmaður fær beint eða óbeint frá atvinnurekanda vegna starfa sinna.


Fréttir