Chat with us, powered by LiveChat

Kristín nýr framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna

8.7.2021

  • KristinJonsdSTH

Kristín Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna. Kristín hefur mikla reynslu úr fræðslu- og menntunargeiranum þar sem hún hefur starfað sem endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands undanfarin tuttugu og þrjú ár. Hún hefur einnig starfað sem fræðslustjóri Eimskipafélags Íslands, starfsmannastjóri Íslenskrar erfðagreiningar auk þess að hafa samið og útbúið námsefni fyrir flugfélög í Evrópu og Bandaríkjunum.

Kristín er með M.Ed. gráðu (Master of Education) í kennslufræðum frá Háskólanum í Washington í Bandaríkjunum og hefur lokið samþættu stjórnunarnámi frá sama háskóla. Auk þess hefur hún lagt stund á doktorsnám í leiðtogafræðum við Háskólann í Phoenix í Bandaríkjunum. Kristín hefur jafnframt B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands.

Sem framkvæmdastjóri mun Kristín starfa með stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna. Hún mun hefja störf 23. ágúst.


Fréttir