Leikarafélag Íslands samdi við ríkið vegna leikara og dansara

12.6.2020

  • leikararogdansarar

Fimmtudaginn 11. júní undirrituðu fulltrúar Leikarafélags Íslands kjarasamning við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, vegna leikara og dansara við Þjóðleikhúsið.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem dansarar eiga aðild að kjarasamningi við ríkið vegna starfa sinna við Þjóðleikhúsið.

Samningurinn og efni hans hefur verið sent félagsmönnum og mun atkvæðagreiðsla um hann fara fram þriðjudaginn 16. júní.