Mikilvægt að efla nýsköpun í opinberum rekstri

9.8.2017

  • ljosapera

BHM vill stuðla að nýsköpun á vinnumarkaði í því skyni að breikka starfsvettvang háskólamenntaðra og gera þeim kleift að nýta menntun sína sem best. Bandalagið hefur stutt viðleitni stjórnvalda til að efla nýsköpun í opinberum rekstri sem hefur fengið aukið vægi á undanförnum árum.

Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stjórnvöld hér á landi hafa ekki mótað heildstæða stefnu um nýsköpun í opinberum rekstri og ráðuneytin leggja mismikla áherslu á nýsköpun á málefnasviðum sínum. Í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði meðal forstöðumanna ríkisstofnana sagðist einungis um þriðjungur svarenda hafa fengið tilmæli eða hvatningu frá ráðuneyti sínu til að sinna nýsköpun og aðeins fjórðungur sagðist hafa fengið beinan stuðning til þess. Samkvæmt könnuninni stendur tíma- og fjárskortur helst í vegi fyrir nýsköpun í opinberum rekstri.

Í skýrslunni er bent á að mikilvægt sé að fjármála- og efnahagsráðuneytið efli stuðning og fræðslu um nýsköpun hjá hinu opinbera. Einnig er ráðuneytið hvatt til að beita sér með markvissum hætti fyrir auknu samstarfi þeirra stofnana sem hafa byggt upp þekkingu á nýsköpun. 

BHM tekur undir þessi sjónarmið og vill eiga samráð við stjórnvöld um eflingu nýsköpunar í opinbera geiranum, með það fyrir augum að virkja sem best þekkingu starfsmanna og stuðla að aukinni starfsánægju