Morgunverðarfundur fyrir félagsmenn BHM-17

1. desember á Grand hótel Reykjavík

28.11.2017

  • IMGU--8180

BHM og þau sautján aðildarfélög bandalagsins sem nú eiga í kjaraviðræðum við ríkið hafa ákveðið að boða til sameiginlegs fundar fyrir félagsmenn þar sem kjaramálin verða til umræðu. Fundurinn verður haldinn nk. föstudag, 1. desember, á Grand hótel Reykjavík milli kl. 8:30 og 9:30 (morgunverður frá kl. 8:00). 

Um er að ræða Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra hljómlistarmanna (Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands), Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félag sjúkraþjálfara,  Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarð, Iðjuþjálfafélag Íslands, Félag íslenskra leikara, Ljósmæðrafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Allir félagsmenn ofangreindra félaga velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin verður sem hér segir:

8:00  Morgunverður í boði BHM
8:30  Fundur settur
8:35  Myndband – viðhorf félagsmanna til kjaramála
8:40  Hagfræðingur BHM, Georg Brynjarsson, fer yfir launatölfræði
8.50  Formaður FÍN, Maríanna H. Helgadóttir, greinir stuttlega frá stöðu viðræðna félagsins við ríkið
8:55  Formaður SL, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, greinir stuttlega frá stöðu viðræðna félagsins við ríkið
9:00  Orðið laust
9:15  Myndband – Metum menntun til launa
9:20  Lokaorð formanns BHM
9:30  Fundi slitið


Fundarstjóri er Halldór K. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Þjónustuskrifstofu FFSS.