Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga um leiðir til að forðast kulnun og „blómstra“ í starfi

28.2.2019

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 19. mars um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og „blómstra“ í starfi. Námskeiðið fer fram í Ási, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6, milli kl. 9:00 og 12:30. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ragnheiður Aradóttir, stjórnendamarkþjálfi hjá fyrirtækinu PROcoaching.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvað kulnun er og hvað hún er ekki
  • Leiðir til að forðast kulnun
  • Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs
  • Hvað er átt við með hugtakinu „að blómstra“ úr jákvæðu sálfræðinni?
  • Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar til þess
  • Hvernig eigi að skilja eigin ábyrgð og læra að taka stjórn á aðstæðum
  • Hvernig eigi að snúa ósigrum í sigra og „blómstra“ í starfi
  • Leiðir til að ná árangri í starfi

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu en skrá þarf þátttöku fyrirfram hér.

Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrst koma, fyrst fá“.

Eftirfarandi er lýsing leiðbeinanda á umfjöllunarefni námskeiðsins:

Það er svo stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Þessi fína lína er oft vandséð og því mikilvægt að gæta að sér. Þeir sem eru all inn í langan tíma og gæta ekki að því að sinna eigin vellíðan geta verið að sigla hraðbyri í kulnun án þess að átta sig á því. Kulnun er ekki sama og streita í starfi – þvert á móti þá verður þér sama um allt og það vill enginn lenda þar. Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar – ekki bara á framlegð og árangur – heldur einnig á hamingju og heilsu.