Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

6.4.2018

  • bru-logo-2-

Næstkomandi miðvikudag, 11. apríl, verða haldin þrjú námskeið á vegum Brúar lífeyrissjóðs um lífeyrismál við starfslok. Þar verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um þau er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Námskeiðin eru opin sjóðfélögum Brúar, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. 

Þau verða haldin í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, milli kl. 16:30 og 19:30:

  • 16:30  B-deild Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóður starfsm. Rvk.borgar, Lífeyrissjóður starfsm. Kópav.bæjar   
  • 17:30  A-deild Brúar lífeyrissjóðs
  • 18:30  V-deild Brúar lífeyrissjóðs

Sætafjöldi er takmarkaður og því nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína fyrirfram. 

Skráning hér