Staðgreiðsla skatta tekin af styrkjum

23.1.2006

Samkvæmt lögum eru allir styrkir úr Sjúkra/Styrktarsjóðum skattskyldir. Má þar nefna styrki vegna líkamsræktar, gleraugnakaupa, tannviðgerða, sjúkraþjálfunar, krabbameinsleitar o.s.frv. Skatturinn hefur hingað til verið innheimtur eftir á en skattayfirvöld hafa nú farið fram á að tekin sé staðgreiðsla af styrkfjárhæðum nema útfararstyrkjum. Framvegis verður því tekin staðgreiðsla skatta af öllum styrkjum nema útfararstyrk úr Styrktarsjóði BHM og Sjúkrasjóði BHM.


Fréttir