Ný stjórn og nýr varaformaður Fræðagarðs

2.4.2020

  • Helga B. Kolbeinsdóttir
    helga_b_kolbeinsdottir

Á aðalfundi Fræðagarðs sem haldinn var 28. febrúar var tilkynnt um niðurstöður rafrænnar kosningar í stjórn félagsins. Í stjórn voru kosin þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Sigurður Trausti Traustason. Varamenn í stjórn eru Eðvald Einar Stefánsson og Óskar Marinó Sigurðsson.

Á fundinum tilkynnti varaformaður Fræðagarðs, Marín Guðrún Hrafnsdóttir, að hún hefði verið ráðin forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og muni þar af leiðandi víkja því sem varaformaður. Aðalfundarlokum var því frestað þar til rafræn kosning nýs varaformanns hefði farið fram.

Framhaldsaðalfundur fór fram 2. apríl þar sem tilkynnt var að Helga Kolbeinsdóttir hefði hlotið kjör sem varaformaður Fræðagarðs.