Nýr formaður KVH kjörinn á aðalfundi félagsins

29.3.2021

Stefán Þór Björnsson var kjörinn nýr formaður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku. 

Stefán er 47 ára og starfar sem fjármálastjóri tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds. Hann hefur setið í stjórn KVH allt frá árinu 2016. 

Auk Stefáns voru fjögur kjörin í stjórn félagsins. Ásta Leonhards var kjörin varaformaður og ritari félagsins, Helga S. Sigurðardóttir gjaldkeri og þau Guðjón Hlynur Guðmundsson og Heiðrún Sigurðardóttir meðstjórnendur.

Tillaga um óbreytt félagsgjöld samþykkt

Á fundinum voru reikningar félagsins fyrir síðasta ár og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár samþykkt. Einnig var samþykkt að fjárfestingarstefna félagsins fyrir tímabilið 2021–2022 verði óbreytt. Þá var tillaga um óbreytt félagsgjöld samþykkt en þau nema 0,6% af heildarlaunum félagsmanna. Ekki voru gerðar neinar breytingar á lögum félagsins að þessu sinni.

Nánar má lesa um aðalfund KVH á vef félagsins.


Fréttir