Nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu

1.6.2017

  • Gudny-Julia-BHM

Guðný Júlía Gústafsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgasvæðinu á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs . Guðný Júlía er fædd árið 1973 og er með próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Hún hefur einnig lokið námi sem ætlað er fagfólki sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika (PMTO). Áður starfaði Guðný Júlía m.a. hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Hún mun sinna ráðgjöf í starfsendurhæfingu fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM, Kennarasambands Íslands og Samtaka fjármálafyrirtækja.

Með ráðningu Guðnýjar Júlíu starfa nú fjórir fastráðnir VIRK-ráðgjafar í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þeir hafa allir starfsstöð hjá BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík.