Nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu

30.8.2018

Guðfinna Alda Ólafsdóttir hóf nýlega störf sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgasvæðinu á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Guðfinna Alda er fædd árið 1982, er með BS-próf sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig stundað meistaranám í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Hún starfaði áður sem ráðgjafi á vegum VIRK hjá VR.

Samtals starfa nú fimm fastráðnir VIRK-ráðgjafar í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. félagsmenn aðildarfélaga BHM, Kennarasambands Íslands og Samtaka fjármálafyrirtækja. Ráðgjafarnir hafa allir starfsstöð hjá BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík.