Nýr ráðgjafi í þjónustuveri BHM

18.1.2018

Gauti Skúlason hefur verið ráðinn ráðgjafi sjóða hjá Bandalagi háskólamanna (BHM). Hann er fæddur árið 1993 og lauk BS-gráðu í HHS (Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst árið 2016. Áður starfaði Gauti m.a. sem sölu- og markaðsfulltrúi og blaðamaður á Fréttatímanum og sem aðstoðarkennari við Háskólann á Bifröst. Hjá BHM mun Gauti starfa í þjónustuveri bandalagsins við ráðgjöf til félagsmanna sem eiga aðild að sjóðum bandalagsins og Starfsþróunarsetri háskólamanna. Einnig mun hann sinna ýmsum verkefnum fyrir Orlofssjóð BHM, m.a. hafa umsjón með útleigu orlofshúsa, uppfæra vef sjóðsins, annast samningagerð og margvísleg samskipti við sjóðfélaga og samstarfsaðila sjóðsins.


Fréttir