Nýr ráðgjafi sjóða hjá BHM

11.8.2017

  • Helgi_Dan2

Helgi Dan Stefánsson hefur hafið störf sem ráðgjafi sjóða hjá Bandalagi háskólamanna. Hann er fæddur árið 1985 og lauk nýlega meistaraprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Á undanförnum árum hefur Helgi Dan sinnt rannsóknum á málefnum tengdum vinnumarkaði og vinnuvernd, m.a. á áhrifum upplýsingatækni á vinnufyrirkomulag og á sampili atvinnu- og fjölskyldulífs hjá stjórnendum í íslensku atvinnulífi. Hjá BHM mun Helgi Dan einkum sinna almennri ráðgjöf við félagsmenn aðildarfélaga um styrki úr sjóðum bandalagsins og afgreiða styrkumsóknir.