BHM og LÍS fræða háskólanema um vinnumarkaðs- og geðheilbrigðismál

28.2.2018

  • haskolanemar

Bandalag háskólamanna BHM) og Landssamband íslenskra stúdenta (LÍS) efna á næstunni til sameiginlegra fræðslufunda fyrir háskólanema um málefni sem varða vinnumarkað, atvinnuþátttöku ungs fólks og geðheilbrigðismál stúdenta. Um er að ræða þrjá hádegisfundi sem fara fram á Háskólatorgi (Litla-torgi) í Háskóla Íslands dagana 6., 8. og 12. mars. Fyrsti fundurinn ber yfirskriftina „Fyrstu skrefin á vinnumarkaði" og verður þar fjallað almennt um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og hvað fólk þarf að hafa í huga þegar það ræður sig í starf að loknu námi. Fundurinn 8. mars ber yfirskriftina „Hvernig kemst ég framar í röðina?" og þar verður rætt um leiðir sem ungt fólk getur notað til að koma sér á framfæri við vinnuveitendur, gerð ferilsskráa, framkomu í ráðningarviðtölum o.fl. Þriðji og síðasti fundurinn ber yfirskriftina „Forgangsröðun loks í þágu geðheilsu stúdenta!" en þar verður athyglinni beint að geðheilbrigðismálum háskólanema, viðbrögðum stjórnvalda við aukinni tíðni geðrænna vandamála meðal þeirra og þeim úrræðum sem í boði eru fyrir þennan hóp.

Nánari upplýsingar um fundina má finna á facebook-síðum BHM og LÍS.


Fréttir