Þjónusta BHM og aðildarfélaga við félagsmenn á eftirlaunaaldri

Opinn hádegisfundur fag- og kynningarmálanefndar BHM 5. apríl

3.4.2017

Fag- og kynningarmálanefnd BHM efnir til opins fundar fyrir félagsmenn miðvikudaginn 5. apríl nk. um þjónustu bandalagsins og aðildarfélaga við félagsmenn sem komnir eru á eftirlaunaaldur. Yfirskrift fundarins er „Brúum bilið! – þjónusta BHM og aðildarfélaga við félagsmenn sem komnir eru á eftirlaunaaldur“. Á fundinum munu fulltrúar nokkurra aðildarfélaga BHM kynna starf félaganna með eldri félagsmönnum og rekstrarstjóri Orlofssjóðs BHM fjalla um reglur sjóðsins varðandi eldri félagsmenn.

Fundurinn fer fram í húsakynnum BHM, Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 11:30–13:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Vinsamlegast skráið þátttöku fyrirfram með því að smella hér .