Orlofssjóður BHM kemur til móts við sjóðsfélaga vegna þriðju bylgju Covid-19

Afbókanir endurgreiddar og sjóðsfélagar minntir á að óheimilt er að nýta orlofshús í sóttkví

6.10.2020

  • Hreðavatn hús 29
    Hredavatn_29

Vegna yfirstandandi bylgju af Covid-19 faraldrinum mælast almannavarnir nú til þess að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima og fari ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að nauðsynjalausu. Til þess að koma til móts við sjóðfélaga í því ástandi sem ríkir í samfélaginu gildir því eftirfarandi um afbókanir á orlofskostum Orlofssjóðs BHM.

Bókanir á tímabilinu frá og með 5. október til og með 19. október er hægt að afbóka með sólarhringsfyrirvara og fá fulla endurgreiðslu.

Við minnum á að það er með öllu óheimilt að nýta orlofshús Orlofssjóðs BHM sem stað til að dvelja á í sóttkví. Samkvæmt þessum leiðbeiningum Landlæknis skal einstaklingur í sóttkví halda sig heima við og ekki fara út af heimili sínu nema brýna nauðsyn beri til.

Þeir sem nýta orlofshús Orlofssjóðs BHM í sóttkví stofna umsjónarmönnum húsanna og þeim sjóðfélögum sem koma í næstu útleigu í hættu. Jafnframt vinnur það gegn aðgerðum sóttvarnalæknis til að hindra útbreiðslu Covid-19.

Þá er einnig óheimilt með öllu að nota orlofshús OBHM fyrir einangrun.

Sjóðfélagar sem hyggjast nýta eignir sjóðsins á næstu vikum eru vinsamlegast beðnir um að þrífa sérstaklega vel eftir sig með sápu og sótthreinsa alla snertifleti í lok dvalar.


Fréttir