Öryggi og velferð skjólstæðinga geta verið í húfi

Yfirlýsing frá BHM

5.12.2018

  • BHMU--anU--skriftar

Að gefnu tilefni vill Bandalag háskólamanna koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Markmið laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn er að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga með því að skilgreina kröfur um menntun, kunnáttu og færni heilbrigðisstarfsmanna og starfshætti þeirra. Í lögunum eru tilgreindar samtals 33 löggiltar heilbrigðisstéttir, þar af eru allmargar innan aðildarfélaga BHM. Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun auk starfsleyfis frá Embætti landlæknis. Einstaklingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf. 

Þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa tilskilda menntun og starfsleyfi, þá ber að líta það alvarlegum augum. Undir engum kringumstæðum er hægt að réttlæta slíkt enda geta öryggi og velferð sjúklinga eða skjólstæðinga verið í húfi. Það er skylda hagsmunaaðila og annarra að tilkynna slík brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn til Embættis landlæknis.

Löggiltar heilbrigðisstéttir samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn eru:

1. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar

2. Félagsráðgjafar

3. Fótaaðgerðafræðingar

4. Geislafræðingar

5. Hjúkrunarfræðingar

6. Hnykkjar (kírópraktorar)

7. Iðjuþjálfar

8. Lífeindafræðingar

9. Ljósmæður

10.Lyfjafræðingar

11. Lyfjatæknar

12. Læknar

13. Læknaritarar

14. Matartæknar

15. Matvælafræðingar

16. Náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu

17. Næringarfræðingar

18. Næringarráðgjafar

19. Næringarrekstrarfræðingar

20. Osteópatar

21. Sálfræðingar

22. Sjóntækjafræðingar

23. Sjúkraflutningamenn

24. Sjúkraliðar

25. Sjúkranuddarar

26. Sjúkraþjálfarar

27. Stoðtækjafræðingar

28. Talmeinafræðingar

29. Tannfræðingar

30. Tannlæknar

31. Tannsmiðir

32. Tanntæknar

33. Þroskaþjálfar