Sjö BHM-félög skrifuðu undir kjarasamninga við SFV

18.6.2020

  • undirritunvidSFA
  • Undirritun kjarasamninga við SFA
    mynd2SFA

Sjö aðildarfélög BHM skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu þann 16. júní. Félögin eru Félagsráðgjafafélag Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Fræðagarður og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Á næstu dögum munu félögin kynna samninginn fyrir sínum félagsmönnum. Hvert félag fyrir sig mun efna til atkvæðagreiðslu sem lýkur föstudaginn 26. júní kl. 12:00 á hádegi.