Skýrsla um hindranir á samnorrænum vinnumarkaði

5.9.2019

Naturvetarna_skyrslaStéttarfélög náttúrufræðinga á Norðurlöndunum hafa birt sameiginlega skýrslu þar sem bent er á hindranir sem verða á vegi félagsmanna sem hyggjast starfa í öðru norrænu ríki. Svo sem kunnugt er hafa lengi verið í gildi samningar milli norrænu ríkjanna sem kveða á um samnorrænan vinnumarkað og hreyfanleika launafólks milli landa. 

Skýrslan ber heitið Nordic Work Mobility and Labour Market – for Professional Scientists og var hún gefin út með fjárstuðningi frá Norðurlandaráði. Auk Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) eru aðstandendur skýrslunnar Jordbrugsakademikerne í Danmörku, Agronomiliitto og Loimu í Finnlandi, Naturviterna í Noregi og Naturvetarna í Svíþjóð.

Sjá nánar á vef FÍN.


Fréttir