Staða lögfræðings BHM laus til umsóknar

3.4.2017

BHM óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing til starfa hjá bandalaginu. Lögfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra og sinnir m.a. ráðgjöf um lögfræðileg efni til bandalagsins og aðildarfélaga þess. Hann túlkar kjarasamninga og ýmis lög og reglur er varða vinnuréttar- og stjórnsýslumál. Þá annast hann úrlausn einstaklingsmála félagsmanna aðildarfélaganna. Auk þess sinnir lögfræðingur bandalagsins m.a. fræðslu um lögfræðileg málefni, vinnur umsagnir um lagafrumvörp og situr í ýmsum nefndum um vinnumarkaðstengd málefni sem fulltrúi bandalagsins.

Upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarform má nálgast á vef Capacent .