Tekjufallsstyrkir samþykktir á Alþingi

Hluti af fjölþættum aðgerðum sem farið var í að frumkvæði BHM

10.11.2020

Þann 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt á Alþingi frumvarp fjármálaráðherra um tekjufallsstyrki. Þeir eru hluti af fjölþættum aðgerðum sem BHM hafði frumkvæði að og miða m.a. að því að bæta stöðu starfandi listamanna og menningartengda fyrirtækja. Sjá nánar um það í þessari frétt á bhm.is.

Miðað er við 40% tekjufall

Tekjufallsstyrkirnir ná til einyrkja og fyrirtækja með einn til fimm starfsmenn og urðu fyrir 40 prósenta tekjufalli á tímabilinu 1. apríl til 31. október. Styrkupphæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli.

Rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði. Hámarksstyrkur verður 17,5 m.kr. á rekstraraðila.

Sjálfstætt starfandi félagsmenn geta sótt um hvort sem þeir hafa stofnað félag um reksturinn eða eru í rekstri á eigin kennitölu.

Nánari upplýsingar um skilyrðin eru á spurt og svarað síðu BHM vegna COVID-19.

Smellið hér til að lesa lögin.

Hér á vefsíðu skattsins verður hægt að sækja um og verður það auglýst sérstaklega þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir. Frestur til að sækja um rennur út 1. maí 2021.


Fréttir