Til hamingju með daginn konur!

8.3.2018

  • kvennafri

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Á þessum degi árið 1914 komu þúsundir kvenna saman í Þýskalandi og kröfðust kosningaréttar. Þremur árum síðar, hinn 8. mars 1917, lögðu konur í Pétursborg í Rússaveldi niður vinnu til að krefjast kjarabóta og friðar en þá hafði fyrri heimsstyrjöldin staðið í tæplega þrjú ár. Æ síðan hefur 8. mars verið haldinn hátíðlegur um víða veröld sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Talið er að fyrst hafi verið haldið upp á daginn hér á landi árið 1932 þegar Kvennanefnd Kommúnistaflokks Íslands fundaði á þessum degi.

BHM óskar öllum konum til hamingju með daginn. 

Áfram stelpur!