Tvö námskeið til viðbótar á vorönn

14.5.2018

  • IMGU--0021

BHM hefur bætt við tveimur námskeiðum fyrir félagsmenn aðildarfélaga á seinni hluta vorannar miðað við áður auglýsta fræðsludagskrá. Námskeiðin verða haldin í húsakynnum BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð). Skráning fer að venju fram á vef BHM og verður opnað fyrir hana kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 15. maí nk. (sjá hér).

22. maí kl. 13:00–17:00
Sagafilm og jafnréttis- og jafnlaunastefnan
Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, fer yfir þróun jafnréttis- og jafnlaunastefnu Sagafilm. 

24. og 31. maí og 7. júní kl. 13:00–16:00 (þrjú skipti)
Að8sig – Ný tækifæri, sjálfskoðun og áræðni árin eftir fimmtugt.
Námskeiðið er ætlað aldurshópnum 50+ og miðar að því að styðja þátttakendur við að vega og meta styrkleika sína og langanir, skoða markmið sín og íhuga næstu skref. Leiðbeinendur eru Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi og Jóhanna Heiðdal, fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má nálgast hér .