Umsóknir um orlofskosti - páskar og sumar 2018

25.1.2018

  • logo-obhm

Orlofssjóður BHM hefur opnað fyrir umsóknir um orlofskosti innanlands um páskana og orlofskosti erlendis í sumar. Sjóðfélagar geta sótt um á Orlofsvefnum

Útleigutímabil um páska innanlands er frá 28. mars til og með 4. apríl 2018. Úthlutað er eftir punktakerfi. Umsóknarfrestur er til miðnættis þann 1. mars. 

Útleigutímabilið erlendis er frá 5. maí til og með 25. september 2018. Úthlutað er eftir punktakerfi. Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. febrúar.

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofskosti innanlands sumarið 2018 þann 1. febrúar nk. Úthlutað er eftir punktakerfi. Útleigutímabilið er frá 15. júní til og með 24. ágúst 2018. Umsóknarfrestur er til miðnættis þann 2. apríl.


Fréttir