Viðburðir í tilefni af 60 ára afmæli BHM

16.8.2018

Bandalag háskólamanna fagnar 60 ára afmæli á þessu ári en það var stofnað 23. október árið 1958. Af þessu tilefni mun bandalagið standa fyrir viðburðum á árinu, auk þess sem ýmislegt annað verður gert til að minnast þessara tímamóta.

Smelltu hér til að nálgast yfirlit um sögu BHM.

Viðburðir tengdir 60 ára afmæli BHM:

  • Hlaupum menntaveginn – hvatningarstöð BHM á hlaupaleið Reykjavíkurmaraþons 18. ágúst. Stöðin verður staðsett við Sæbrautina og þar munu fulltrúar bandalagsins hvetja þátttakendur til dáða og vekja athygli á 60 ára afmælinu um leið.
  • Dagskrá og móttaka í Borgarleikhúsinu 23. október. Farið verður yfir sögu bandalagsins í tali og tónum. Ýmsum góðum gestum verður boðið.