Kjarakönnun BHM fyrir árið 2012

Helstu niðurstöður

Kjarakönnun BHM er um kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Kjarakönnun BHM 2013 er upphafið á langtímaverkefni með árlegri könnun um kjör og viðhorf félaga í aðildarfélögum BHM.  Svörun í könnuninni var um 60% en félagsmenn 24 aðildarfélaga BHM tóku þátt. 

Hver eru launin?

Í könnuninni var annars vegar spurt um árslaun fyrir árið 2012 og hins vegar um laun í febrúar 2013. Meðalárslaun félagsmanna í aðildarfélögum BHM á árinu 2012 voru 6.391 þús. kr. Munur á hæsta og lægsta félagi var tvöfaldur (4.867 lægst, iðjuþjálfar og 9.341 hæst, prófessorar). Sjá nánar í skýrslu um könnunina

Meðalheildarlaun félagsmanna í BHM í febrúar 2013 eru kr. 522.000.  Munur á heildarlaunum eftir stéttarfélögum er umtalsverður. Prófessorar eru hæstir en leikstjórar lægstir.  Heildarlaun í febrúar 2013  að meðaltali eftir stéttarfélögum, í þús. kr.:

 Stéttarfélag  Heildarlaun
 Öll félög  522
 Félag prófessora við ríkisháskóla  696
 Félag akademískra starfsmanna HR  667
 Dýralæknafélag Íslands  624
 Stéttarfélag lögfræðinga  618
 Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga  612
 Ljósmæðrafélag Íslands  580
 Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins  576
 Félag geislafræðinga  552
 Félag íslenskra félagsvísindamanna  530
 Félag háskólakennara á Akureyri  524
 Félag íslenskra náttúrufræðinga  524
 Félag fréttamanna  516
 Stéttarfélag hásk. á matvæla- og næringarsviði  511
 Sálfræðingafélag Íslands  504
 Félag lífeindafræðinga  501
 Fræðagarður  494
 Félagsráðgjafafélag Íslands  494
 Félag háskólakennara  485
 Stéttarfélag sjúkraþjálfara  461
 Félag ísl. hljómlistarmanna  455
 Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga  437
 Iðjuþjálfafélag Íslands  429
 Þroskaþjálfafélag Íslands  422
 Félag leikstjóra á Íslandi  395

Umtalsverður launamunur er jafnframt á milli starfsvettvangs félagsmanna.  Mestur launamunur er á milli kynja hjá félagsmönnum sem starfa hjá einkafyrirtækjum og sveitarfélögum eða 20%. Taflan hér að neðan sýnir meðalheildarlaun í febrúar 2013 eftir starfsvettvangi og kyni, í þús. kr. og mun milli kynja í %.

 Starfsvettvangur  Karlar Konur   Mismunur
 Allir  579  497  17%
 Ríki  579  505  15%
 Reykjavíkurborg  535  451  19%
 Önnur sveitarfélög  557  465  20%
 Félagasamtök  552  505  9%
 Sjálfseignarstofnanir  547  478  14%
 Einkafyrirtæki  640  533  20%
 Atv.r./einyrkj./sj.st.  631  579  9%

Upplýsingar um laun eftir starfsvettvangi fyrir hvert félag innan BHM er hægt að fá hjá eintökum aðildarfélögunum BHM.  

Laun hækka með meiri menntun.  

Taflan hér að neðan sýnir heildarlaun í febrúar 2013 eftir starfsvettvangi og menntun, í þús. kr. Athygli vekur að meistaragráða telur mest hjá sveitarfélögum en þar eru heildarlaun 29% hærri en hjá þeim sem eru með Bakkalárpróf.  Hjá ríki mælist munur á heildarlaunum eftir menntun minnst eða 10%.  

 Starfsvettvangur  Bakkalárpróf  Meistarapróf  Doktorspróf
 Allir  480  552  592
 Ríki  496  543  585
 Reykjavíkurborg  443  519  -
 Önnur sveitarfélög  445  573  -
 Félagasamtök  490  553  -
 Sjálfseignarstofnanir  466  534  563
 Einkafyrirtæki  513  601  696
 Atv.r./einyrkj./sj.st.Atv.r./einyrkj./sj.st.  495  670  -

Áberandi launamunur er milli kynja hjá öllum vinnuveitendum. 

Tölur um launamun kynja eru settar fram á þann hátt að þær gefi til kynna hversu mikið laun kvenna þurfi að hækka til að standast á við laun karla.

Tvær breytur, sem ekki geta með réttu talist málefnaleg skýring á launamun karla og kvenna, sýndu engu að síður fylgnisamband. Annars vegar vinnuveitandi, þ.e. hvar fólk vinnur, og hins vegar fjöldi kvenna í aðildarfélagi BHM. Línulegt samband er á milli fjölda kvenna í aðildarfélagi og launa, því fleiri sem konurnar eru því lægri eru launin. Sjá nánar í skýrslu um könnuninaLaunamunur kynja mv. heildarlaun í febrúar 2013 mældist 16,3%.  Taflan hér að neðan sýnir launamun milli kynja, mv. laun í febrúar 2013.

 Launamunur kynja, að teknu tilliti til:  %
 Starfshlutfalls og vinnustunda 11,0
 Aldurs og menntunar  8,9
 Mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar  8,4

Heildarskýrsla

Í kjarakönnuninni er að finna upplýsingar um ýmsa aðra þætti er tengjast kjörum og starfsumhverfi félagsmanna í aðildarfélögum BHM.  Hér má skoða skýrsluna í heild sinni auk kynningar Maskínu á helstu niðurstöðum: