Skip to content

Sköpum samfélag fyrir öll

BHM bauð til málþings á Kvennafrídeginum 24. október 2022 þar sem rætt var hvernig við upprætum misrétti og ofbeldi á vinnumarkaði. Upptökur frá málþinginu og helstu niðurstöður þess er að finna hér.

Dagskrá þingsins:

Misjafnt fé - ævitekjur gagnkynja hjóna

Þóra Kristín Þórsdóttir, sérfræðingur í greiningum hjá BHM greindi og fór yfir hvernig misjöfn launasetning hefðbundinna kvenna- og karlastétta leiðir til sífellt meiri launamismunar eftir því sem líður á starfsævina.

Helstu niðurstöður (mjög einfaldaðar):

  • Dæmi var tekið um gagnkynja hjón með jafnhátt menntunarstig sem bæði unnu hjá ríkinu og fengu greidd laun skv. stofnanasamningum.
  • Hörður er 25 ára með meistarapróf í fagi sem ekki er hefðbundið heilbrigðis/velferðarfag. Hann fær vinnu hjá opinberri stofnun sem ekki er innan velferðar- og heilbrigðisgeirans . Hann raðast í launaflokk 13 og fær fasta 10 yfirvinnutíma á mánuði.
  • Ljósbrá er 25 ára með meistarapróf í dæmigerðu heilbrigðisfagi. Hún fær vinnu hjá heilbrigðisstofnun sem háskólamenntaður sérfræðingur og raðast í launaflokk 10.
  • Munur á árstekjum fyrsta árs var að Hörður var með 2.6 milljónum meira í tekjur - munur upp á 38%
  • Munur á ævitekjum nam 139 milljónum, miðað við að framgangur þeirra í starfi væri svipaður og þau ynnu hjá sömu stofnun alla ævi.
  • Munur á eftirlaunum frá lífeyrissjóðum nam 233 þúsundum á mánuði.

Hér má skoða glærurnar og helstu forsendur útreikninganna.

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum kvenna á Íslandi - niðurstöður úr Áfallasögu kvenna

Edda Björk Þórðardóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og klínískur sálfræðingur á LSH

Helstu niðurstöður:

  • 33% kvenna orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað
  • 8% á núverandi vinnustað
  • Þegar skoðuð eru tengsl kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á núverandi vinnustað við aldurs sést, í samræmi við erlendar rannsóknir, að ungar konur eru líklegri til að hafa orðið fyrir því en eldri konur.
  • Konur sem eru 18-24 ára næstum því fjórfalt líklegri til að verða fyrir því en konur sem eru eldri en 55 ára.
  • Einhleypar konur eru einnig líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað en konur sem eru í sambúð.
  • Konur með hærra menntunarstig eru líklegri til að hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað.
  • Tekjuhærri konur eru næstum því tvöfalt líklegri til að hafa orðið fyrir því en konur með lágar tekjur.
  • Þegar litið er til vinnustunda á viku, þá eru konur sem vinna meira en 60 klukkustundna vinnuviku um tvöfalt líkegri til að verða fyrir kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustað en konur sem vinna styttra
  • Konur sem vinna vaktavinnu eru um tvöfalt líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað.
  • Konur sem vinna óreglulegan vinnutíma 40% líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi en konur sem vinna dagvinnu. Konur sem vinna á slíkum vinnustöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu.
  • Þrátt fyrir að hafa verið skemur á vinnumarkaði voru yngri konur í rannsókninni líklegri til þess að greina frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á lífsleiðinni en þær sem eldri eru
  • Niðurstöður sýna að hinsegin konur eru líklegri til þess að verða fyrir áreitni á vinnustað á lífsleiðinni en gagnkynhneigðar konur

Vinnumarkaður sem leiðréttir sig ekki sjálfur - um inngildingu og heildræna nálgun

Herdís Sólborg Haraldsdóttir, eigandi IRPA ráðgjöf

Helstu niðurstöður:

  • Vinnumarkaðurinn á Íslandi er ekki aðeins kynskiptur, hann er flóknari en svo
  • Ef fólk er ekki að blómstra þarf að athuga umhverfið
  • Inngilding er verkefni

Við inngildingu þarf:

  • Hugsun
  • Hlustun
  • Sjálfsgagnrýni - er ég mögulega hluti vandans?
  • Aðgerðir til að breyta hlutum