Chat with us, powered by LiveChat

Dagpeningar og akstursgreiðslur

Kostnaður vegna ferða á vegum vinnuveitanda

Dagpeningar vegna ferðalaga á vegum vinnuveitanda

Ferðakostnaður á ferðalögum erlendis greiðist með dagpeningum sem eru ákveðnir af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins. Kostnaður vegna ferðalaga innanlands skal greiða eftir reikningi en dagpeninga ef um það er samið eða ekki er hægt að leggja fram reikninga.

Akstursgjald

Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar einnig um upphæðir og útfærslu akstursgjalds.

Upphæðir dagpeninga og akstursgjalds

Upplýsingar um upphæðir  dagpeninga og akstursgjalds vegna ferða erlendis og innanlands eru uppfærðar reglulega og birtar á vef fjármálaráðuneytisins. Upplýsingar um SDR gengi má finna á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Reglur og skattmat 

Reglur og reglugerðir

Skattmat á dagpeningum og akstursgreiðslum

Leyfilegur frádráttur á móti dagpeningum og ökutækjastyrkjum, samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, þarf ekki að vera sama fjárhæð og Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar að greiða skuli starfsmönnum ríkisins vegna ferða á vegum launagreiðanda. Sé leyfilegur frádráttur lægri ber að skila staðgreiðslu af mismuninum. Sjá yfirlitssíðu skattmats ríkisskattstjóra.