Aðstoð

Mínar síður 

Kynningarmyndband

Umsóknir í sjóði BHM

 • Á Mínum síðum getur þú sótt um styrki í þá sjóði sem vinnuveitandinn greiðir í.  
 • Ef sækja á um styrk er smellt á sjóðinn sem um ræðir. Þá opnast önnur síða með styrktegundum.  Réttur styrkur er valinn, umsókn fyllt út og fylgigögn hengd við umsókn.  Smellt er á senda umsókn.  
 • Eingöngu er hægt að sækja um styrki í sjóði sem reknir eru af BHM og eru umsóknir í vísindasjóði áfram á vegum einstakra stéttarfélaga.
 • Allar almennar upplýsingar um sjóði BHM, s.s. úthlutunarreglur í heild sinni,  eru á vefsvæði BHM.
 • Mínar síður eru lokað öruggt svæði og rofnar samband eftir nokkrar mínútur ef ekkert er aðhafst.  

Mín mál

 • Í Mínum málum er hægt að sækja yfirlit yfir alla styrki sem þú hefur fengið síðustu fjögur almanaksár.  
 • Þá er hægt að fylgjast með framvindu umsóknar og hægt er að hengja fylgigögn við umsókn eftir að umsókn hefur verið send.

Iðgjöld

 • Undir flipanum Iðgjöld er hægt að skoða iðgjaldagreiðslur í sjóði frá vinnuveitanda fjögur ár aftur í tímann.  

Stillingar

 • Í Stillingum er hægt að breyta persónuupplýsingum svo sem símanúmeri, netfangi og bankaupplýsingum.  Upplýsingum úr þjóðskrá er ekki hægt að breyta á Mínum síðum.  

Útskráning

 • Mikilvægt er að skrá sig út í hvert sinn sem farið er út af Mínum síðum. 

Hafðu samband

 • Ef þú þarft á aðstoð að halda varðandi Mínar síður eða með umsóknir getur þú sent sjóðafulltrúa erindi sem svara þér við fyrsta tækifæri.  

Mínar síður eru í stöðugri þróun hjá BHM og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með nýjungum sem munu líta hér dagsins ljós í náinni framtíð.