Úthlutun og punktasöfnun

Sjóðfélagar eru þeir sem greitt er fyrir í Orlofssjóðinn

Punktasöfnun/réttindaávinnsla

Sjóðfélagar ávinna sér 48 punkta á ári eða 4 punkta fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn. Hægt er að sjá punktastöðu sína á bókunarvef sjóðsins. 96 punktar dragast af inneign við páska- og sumarúthlutun innanlands sem utan. Niðurstöður liggja fyrir örfáum dögum eftir að umsóknarfresti lýkur og eru sendar í tölvupósti ásamt greiðsluupplýsingum á það netfang sem gefið er upp á umsókn.  Utan úthlutunartímabila skiptir punktastaða ekki máli heldur gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Vetrarleiga

  • Utan úthlutunartímabila skiptir punktastaða ekki máli heldur gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
  • Nýr mánuður í vetrarleigu er alltaf settur inn kl. 12:00 á hádegi 15. hvers mánaðar, nema þegar 15. ber upp á helgi eða frídag, þá opnast fyrir bókanir fyrsta virka dag á eftir. 

Sumarleiga og páskaleiga

Úthlutun vegna sumar- og páskaleigu fer eftir punktastöðu sjóðfélaga. Því fleiri punktar, þeim mun meiri möguleikar á úthlutun.  Úthlutunartímabil:
  • Sumar innanlands: Frá öðrum föstudegi í júní í 11 vikur. 
  • Sumar erlendis: Frá fyrsta föstudegi í maí í 12 vikur.
  • Páskar: Frá og með miðvikudegi fyrir páska í eina viku. 
  • Sjóðfélagar fá tölvupóst frá stéttarfélagi sínu eða frá skrifstofu OBHM þegar opnað er fyrir umsóknir um úthlutun vegna sumar- og páskaleigu.

Eftirtaldir geta viðhaldið réttindum í sjóðnum að uppfylltum skilyrðum:

  • Sjóðfélagi í fæðingarorlofi: Sjóðfélagi viðheldur réttindum kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald af fæðingarorlofsgreiðslum.

  • Sjóðfélagi sem er atvinnuleitandi eða í námsleyfi: Hægt er að viðhalda réttindum ef greitt er til stéttafélags stéttarfélagsgjald og árgjald til orlofssjósins kr. 3.000.  Þeir háskólamenn sem eru atvinnulausir geta myndað rétt með því að greitt er fyrir þá 0,25% af iðgjaldsstofni sem greitt er af til stéttarfélags.

  • Sjóðfélagi sem er öryrki: Hægt er að viðhalda réttindum ef greitt er árgjald kr. 3.000.

  • Sjóðfélagi sem er lífeyrisþegi: Hægt er að viðhalda réttindum í sjóðnum ævilangt við starfslok með því að greiða svokallað ævigjald.

ATH. Vinsamlegast sendir fyrirspurnir er varða réttindi í OBHM á sjodir@bhm.is