Chat with us, powered by LiveChat
  • BHM-FURDUR-86

Breytingar á störfum

Ganga skal frá breytingum á starfi með formlegum hætti

Félagsmenn ættu í öllum tilfellum að hafa samband við sitt stéttarfélag og leita ráða ef fyrirhugað er að gera breytingar á starfi því nauðsynlegt er að skoða hvert tilfelli fyrir sig.

Breyting á starfi og verksviði hjá ríki og sveitarfélögum

Fjallað er um breytingar á störfum og verksviði í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og samskonar grein er í kjarasamningum sveitarfélaga. Þar er starfsmanni gert að hlíta breytingum á starfi og/eða verksviði frá því hann tók við starfi. Starfsmaður getur kosið að segja upp starfi sínu ef hann unir ekki þeim breytingum og ber honum þá að skýra yfirmanni frá þeirri ákvörðun innan eins mánaðar. 

Hafa ber í huga að starfsmaður er ráðinn í ákveðið starf og með ákveðið verksvið. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að starfið haldist óbreytt og er eðlilegt að það þróist á starfstímanum. Þessari heimild ber að beita hóflega og túlka þröngt og velja þær breytingar sem eru minnst íþyngjandi fyrir starfsmanninn.  

Ef breytingar fela í sér breytingar á launakjörum:

  • Ber að virða andmælarétt starfsmanns.
  • Haldast  launakjör hans óbreytt sama tímabil og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi.

Ef breytingar fela ekki í sér breytingar á launum:

  • Er ekki skylt að veita starfsmanni andmælarétt samkvæmt stjórnsýslulögum, sama gildir ef um skerta yfirvinnu er að ræða.

Ítarefni

Ákvæði um breytingar á störfum