Chat with us, powered by LiveChat

Réttarstaða starfsmanna vegna ófærðar

Réttarstaða starfsmanna þegar þeir komast ekki í vinnu vegna ófærðar

Almennt hefur verið litið svo á að vinnuveitanda beri ekki að greiða starfsmönnum laun vegna ytri aðstæðna eins og t.d ófærðar, eldgosa o.fl. Það eru aðstæður sem ekki eru á ábyrgð vinnuveitanda. Hér er um að ræða truflun á starfsemi vegna ytri aðstæðna, þ.e. force majeure, en það felur í sér aðstæður sem ekki verða séðar fyrir og ekki er unnt að koma í veg fyrir þótt gerðar séu eðlilegar öryggisráðstafanir. Undir force majeureflokkast t.d. náttúruhamfarir og óveður. Vinnuveitandi ber ekki áhættu á slíkum atburðum og verður starfsmaður því sjálfur að bera áhættu af því að komast ekki í vinnu. Grunnreglan er því sú að hann missi laun fyrir þann dag eða taki hann sem orlofsdag.

Fyrir nokkrum árum beindi starfsmannaskrifstofa Fjármála- og efnahagsráðuneytis bréfi til ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem fjallað er um laun og frítökurétt starfsmanna þegar óveður og/eða ófærð hamla vinnusókn. Þar segir að ekki skuli skerða dagvinnulaun vegna slíkra fjarvista. Önnur laun en dagvinnulaun falli aftur á móti niður þannig að hvorki sé greitt vaktaálag né yfirvinna hafi vaktin verið aukavakt/útkall.